4.19 Mismunandi viðmið ESUR og SSUR
Leiðbeiningarnar í Gæðavísi taka mið af ráðleggingum SSUR (Swedis Society of Uroradiology) sem um sumt eru heldur varkárari en ráðleggingar ESUR (European Society of Uroradiology) hvað varðar CI-AKI (contrast medium-induced acute kidney injury).
1) Fyrst og fremst varðar það hærri þröskuld fyrir GFR sem áhættuþátt hjá sjúklingum á metformini. SSUR miðar við þá sem eru með GFR <45 ml/min en ESUR < 30 ml/min.
2) SSUR telur með áhættuþætti sem ekki eru bundnir við nýrun eins og t.d. sykursýki og hjartabilun meðan ESUR telur þá ekki gilda varðandi CI-AKI.
3) Einnig mælis SSUR með að hætta töku ýmissa nýrnatoxiskra lyfja eins NSAID ef mögulegt er fyrir skuggaefnisgjöf en ESUR ekki.
4) SSUR notar absolut GFR í ml/mín í sínum viðmiðunarmörkum fyrir lyf (eins og joðskuggaefni) sem útskiljast með glomerular filtration eins og NKF (National Kidney Foundation) gerir en ESUR hins vegar notar relativt GFR ml/mín/1.73m2.
5) Hvað varðar þröskulgildi fyrir gJ/GFR hlutfall við annars vegar kransæðarannsóknir/æðamyndatökur/intervention og TS rannsóknir hins vegar notar SSUR sömu viðmiðunargildin. ESUR er hins vegar ekki með slíkar ráðleggingar varðandi TS rannsóknir. SSUR telur engan mun vera á hættu á CI-AKI hvort sem skuggaefni er gefið í bláæð eða slagæð (i.v. versus i.a.).
6) SSUR mælir með að hámarksgildi gJ skammtur/GFR hlutfallið sem er<1,0 fyrir sjúkling án áhættuþátta sé lækkað niður í <0,5 fyrir sjúkling með áhættuþætti. ESUR er ekki með nein slík tilmæli.