Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

6. Sjúklingar á METFORMIN

Sjúklingar á metformin:

Grunnreglan er að aðeins þarf að hætta töku Metformins ef GFR < 45 ml/mín eða þegar aðrir áhættuþættir ekki tengdir nýrum eru til staðar. Þá er töku lyfsins hætt tímabundið rannsóknardaginn.

Einnig skal töku lyfsins hætt ef eGFR er ekki til staðar eða ef gJ/GFR hlutfallið verður meira en 1,0 (sem er ekki ráðlegt.

* Oft mælt með að töku metformins sé hætt tímabundið hjá öllum inniliggjandi sjúklingum og þegar um akút rannsókn er að ræða.

Almennt um metformin:

  • Auk sjúklinga með sykursýki eru sjúklingar með policystiskt ovarial syndrom (PCOS) meðhöndlaðir með metformin.
     
  • Metformin skilst út í gegnum nýrun en hefur engin áhrif á nýrnastarfsemina. Ef sjúklingur fær PC-AKI getur áframhaldandi inntaka á metformin leitt til uppsöfnunar á metformini í blóðinu og þannig leitt til mjólkursýringar á blóðinu (lactic acidosis). Lactic acidosa er hættulegt ástand með hárri dánartíðni en.
  • Lactic acidosa eftir PC-AKI er mjög sjaldgæf aukaverkun.
     
  • Mesta þéttni á metformini í serum eftir peroral töku næst eftir 1- 3 tíma. Helmingunartími metformins í blóði er 1,5-4,5 tímar. Við eðlilega nýrnastarfsemi útskilst c:a 90% af metformini innan 24 klst.
     
  • Jafnvel þótt sjúklingur sem fengi PC-AKI eftir joðskuggaefnisrannsókn færi í algera anuriu (engin þvagframleiðsla), skilst c:a 50% af því metformini sem sjúklingur neytti út í görnina innan 7 tíma frá töku lyfsins. Þess vegna verður engin marktæk hækkun á metformin þéttninni í serum ef reglan er sú að sjúklingur hætti töku lyfsins þegar rannsóknin er gerð (rannsóknardaginn).

Ráðlögð vinnubrögð varðandi metformin og joðskuggaefnisrannsóknir: 

* Ekki þarf að láta sjúkling hætta töku metformins nema til staðar séu áhættuþættir fyrir PC-AKI, sjá kafla 4.5 og 4.6

* Þegar ástæða er til að hætta töku metformins á sjúklingur að hætta að taka það daginn sem joðskuggaefnisrannsóknin er gerð. Þetta gildir um bæði akút og bókaðar rannsóknir 

* Geislafræðingur gengur úr skugga um hvort sjúklingur sem er með sykursýki eða PCOS tekur metformin og gengur úr skugga um að sjúklingur viti að hann eigi að hætta töku lyfsins eftir rannsóknina og hvernig framhaldið eigi að vera.

* Sjúklingur byrjar töku lyfsins í fyrsta lagi 48 tímum eftir rannsóknina og þá eftir nýja p-kreatinín mælingu. Það er fyrst og fremst ábyrgð tilvísandi læknis að þessu sé fylgt eftir.

Það getur verið til mikillar hagræðingar fyrir sjúkling að röntgendeildin sjái um að kreatinín mæling eftir rannsóknina sé gerð.
Þetta má gera  með því að fylla út beiðni til rannsóknastofu um slíka mælingu og láta sjúkling vita þegar hann má byrja að taka lyfið aftur.
Með þessu verklagi fær röntgendeildin yfirlit um hugsanlegar aukaverkanir hjá þessum áhættuhópi sem aðallega samanstendur af sjúklingum með sykursýki.
Það er á ábyrgð hverrar röntgendeildar að koma upp slíkum vinnureglum og koma á vinnulagi varðandi kostnað við blóðrannsóknina og varðandi það að svar fari til tilvísandi læknis hafi nýrnastarfsemi versnað við joðskuggaefnisrannsóknina.

Mismunandi viðmiðunarreglur: 

Viðmið FDA (Food and Drug Administration) og EMA (European Medical Agency) – eru strangari en okkar ráðleggingar. En viðmið ESUR (European Society of Radiology) og ACR (American College of Radiology) eru frjálslegri en okkar ráðleggingar varðandi skuggaefnisgjöf i.v. en strangari hvað varðar æðamyndatökur/intervention.

Eins og fram hefur komið eru ráðleggingar í Gæðsvísi í samræmi við ráðleggingar SURF (Svensk Urororadiologisk Förening).

Heimild:https://www.sfmr.se/sidor/kontrastmedel/ Sjá þar Rekommendationer Metformin, (METFORMIN Version 6.1 2018-05-07).