Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.14 Skömmtun joðskuggaefnis

Skömmtun joðskuggaefnis eftir nýrnastarfsemi og öðrum áhættuþáttum PC-AKI:

Hlutfallið milli grömm Joð/GFR er mælikvarði á það álag sem joðskuggaefnið hefur á líkamann og er bein tenging milli þessa hlutfalls og eituráhrifa skuggaefnisins. Sú almenna regla gildir að halda skammtinum af joðskuggaefni alltaf eins lágum og mögulegt  er án þess að spilla fyrir öryggi greiningarinnar við rannsóknina.

  • Þegar útreiknað GFR >45 ml/min og ekki eru til staðar aðrir þekktir áhættuþættir er mikilvægt að joð skammturinn mældur í grömmum sé ekki hærri en GFR talan (g J/GFR hlutfallið skal vera ≤1)
     
  • Þegar mikil hætta er á SON (sjá kafla 4.5 og 4.6) er mikilvægt að aðlaga rannsóknaraðferðina þannig að joðskammturinn í grömmum sé tölulega minni en helmingur af GFR gildinu (g-J/GFR hlutfallið sé <0.5). 
     
  • Við mat á stærð skammts joðskuggaefnis við TS rannsóknir (og aðrar rannsóknir) er mikilvægt að nota einstaklingsmiðaða skuggaefnisskammta. Mælt er með að nota OmniVis 5.1 og undirforritið í OmniJekt.