Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

7. Starfsemi skjaldkirtils og frítt joð í JKM

Skjaldkirtilsstarfsemi og frítt joð í joðskuggaefni:

Magn af fríu joði við skuggaefnisgjöf:

  • Efri mörk frís joðs (I−) i skuggaefni hefur verið sett við c:a 0,01 % af heildarjoðmagninu (bundið joð) í skuggaefninu. 
     
  • Mælingar á ýmsum skuggaefnum hafa þó leitt í ljós að raunverulega er magn frís joðs á bilinu 0,001 - 0,005 % af heildarmagni bundins joðs.
     
  • Einnig hefur sýnt sig að það getur losnað frítt joð í likamanum, og getur það leitt til frís joðs hjá sjúklingi sem er 0,15% af bundnu joði í skuggaefninu.
     
  • Tölvusneiðmyndarannsókn þar sem gefin eru 40g af joði getur þannig gefið 400 - 60.000 µg af fríu joði. Sá skammtur getur þannig orðið verulega mikið hærri en þau 150 µg/daglega sem WHO mælir með.

Áhrif frís joðs í líkama:

  • Frítt joð getur orsakað klíníska/subklíníska hyperthyrosu (ofstarfsemi skjaldkirtils með of háum efnaskiptum líkamans). Þetta gildir einnig í þeim tillfellum sem joðið hefur verið gefið per os eða per rectum.
     
  • Ekki er hægt að gera ísótóparannsóknir eða meðhöndlun á skjaldkirtli með ísótópum í einhvern tíma.

 Athugið: Nánari upplýsingar eru í undirköflum. 

 

Efnisyfirlit - Athugið að líka er hægt að nota valmyndina, efst til hægri

Frábendingar fyrir joðskuggaefni

Aukin hætta á ofstarfsemi skjaldkirtils (hyperthyroidism)

Lítil hætta á ofstarfsemi skjaldkirtils

Leiðbeiningar þegar hætta er á ofstarfsemi skjaldkirtils

Ísótóparannsóknir á skjaldkirtli

Meðhöndlun með geislavirku joði