Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.2 Ný skilgreining á akút nýrnaskaða eftir skuggaefnisgjöf, PC-AKI versus CIN

Oft er erfitt að greina hvort akút nýrnaskaði er orsakaður af skuggaefni sem sjúklingi var gefið eða er samtímis sjúkdómsástand sem felur í sér hættu á akút nýrnabilun. Því hefur orðið alþjóðlegt samkomulag að innleiða hugtakið PC-AKI (post-contrast acute kidney injury) sem almennt hugtak án skilgreiningar á orsök, en nota hugtakið CI-AKI (contrast-induced acute kidney injury) eingöngu þegar skuggaefnið er orsökin.

CI-AKI hefur verið skammstafað SON á íslensku (skuggaefnisorsökuð nýrnabilun)

PC-AKI skammstafast STN á íslensku (skuggaefnistengd nýrnabilun)

Heimild: Interneetmedicin.se.   https://www.internetmedicin.se/page.aspx?id=5495