Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.16 Sjúklingar í blóðskilun (krónískri dialysu)

Blóðskilun og joðskuggaefni:

* Ekki þarf að stilla saman tíma fyrir rannsókn með joðskuggaefni við tíma í blóðskilun

* Ef einhver nýrnastarfsemi er enn til staðar (400 ml/sólahring) þarf að gæta sérstakrar varúðar við notkun joðskuggaefnis. Mikilvægt er að varðveita þá nýrnafunktion sem enn er til staðar. Gera allar ráðstafanir sem mælt er með við mikla hættu á PC-AKI

* Mikilvægt er að miða vökvun á sjúklingi í dialysu við vökvaástand hans, fara varlega í vökvun

* Dialysa hefur engin fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar PC-AKI