Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.15 Lágkílovolta TS rannsóknir (lág kVTS)

Við það að minnka rörspennu frá 120 kV til 80 kV í TS tækinu eykst deyfing (attenuering) joðs með faktor 1,6-1,7.

Því er hægt að minnka skammt joðs með faktor 1,6 án þess að attenuering joðs minnki. Til þess að þetta sé mögulegt þarf hins vegar að auka strauminn, mAs, fjórfalt til að hafa óbreytt suð í myndinni. Þetta leiðir til c:a 50% aukningar á geislaskammti. Það hefur hins vegar lítið vægi hjá eldri sjúklingi í mikilli áhættu á að fá skuggaefnistengda akút nýrnabilun.