Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

8. Feokromocytoma, paraganglioma og JKMNeuroendocrine æxli: 

 • Feokromocytoma og paraganglioma eru svokölluð neuroendocrine æxli sem eru vaxin út frá kromaffin frumum, sem framleiða og geyma katekólamin (hormónin adrenalin og noradrenalin).
 • Feokromocytoma eru í nýrnahettum og paragangliom frá ganglionum (taugahnoðum) utan nýrnahettanna
  • Taugahnoðin liggja í svokölluðum paravertebrala öxli sem liggur frá botni höfuðkúpunnar niður í grindarholið.
    
 • Paragangliom geta einnig vaxið í þvagblöðruveggnum eða í blöðruhálskirtli.
   
 • Flest paragangliom (kallast líka glomustúmorar eða chemodectom) vaxa á hálsinum, frá glomus caroticum, glomus jugulare, glomus vagale og glomus tympanicum.
  • Minna en 5% paraganglioma á hálsinum eru lífefnafræðilega virk.

 

Athugið: Nánari upplýsingar eru í undirköflum, sjá valmynd.