Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.6 Aðrir áhættuþættir fyrir skuggaefnistengda nýrnabilun

Fleiri áhættuþættir (ástand og/eða lyf) sem hafa áhrif á nýrnastarfsemi og auka hættu á PC-AKI

 • Sepsis, þar sem toxín skaða nýrnatubuli, eða annar systemsjúkdómur sem getur leitt til óstöðugs nýrnasjúkdóms. 
 • Lélegt heilsufar almennt. Sérstaklega gjörgæslusjúklingar, en óstöðugt nýrnaástand getur verið til staðar þrátt fyrir eðlilegt p-kreatinín. 
 • Við tap á vöðvamassa er hætta á ofmati á nýrnastarfsemi. Vöðvar eru uppspretta kreatiníns og þegar þeir minnka verður p-kreatinín oft lágt og endurspeglar ekki starfsemi nýrnanna. Gildir t.d. við lamanir og mjög vöðvarýra einstaklinga. 
 • Hypoxia eða blóðleysi (anemia þar sem hematokrit < 36% / 39% fyrir konur/karla), en þá er hætta á súrefnisskorti í nýrum (meduller ischemia). 
 • Illkynja plasmafrumusjúkdómar t.d. multiple myeloma og Mb Waldenström. 
 • Makropróteinuria með albumin/kreatinín index >30 g/mol (viðmiðunargildi <3 g/mol).  
 • Þvagtregða með afrennslishindrun. Fyrri skurðaðgerðir á nýrum eða þvagvegum. 
 • Nefrotoxísk efni/lyf
  • Sýklalyf t.d. aminoglykosið og amfotericin (sveppalyf)
  • Krabbameinslyf (cytostatika) t.d. cisplatin og mitomycin
  • Ónæmisbælandi lyf t.d. ciklosporin
 • Nýrnaþegar, þ.e.a.s. sjúklingar með transplanterað nýra.
  Upplýsingar um hættuna fyrir þessa sjúklinga af að fá joðskuggaefni eru ekki nægar. Full ástæða til að fara varlega.

Athugasemdir:
Við eðlilega nýrnastarfsemi eru sykursýki og illkynja plasmafrumusjúkdómar ekki áhættuþáttur fyrir PC-AKI! 

Ef sjúklingur er með GFR ≥ 45 ml/min og enga þekkta áhættuþætti fyrir PC-AKI má gefa sjúklingi joðskuggaefni og Gd skuggaefni sama dag ef það er nauðsynlegt.