4.4 Sjúkdómseinkenni (klíník) við skuggaefnistengda nýrnabilun, PC-AKI
Klíník við PC-AKI:
- Minnkun á starfsemi nýrnanna er oftast mest eftir 3-5 daga en "normaliserast" venjulega innan tveggja vikna.
- Á þessum tíma skal forðast að gefa bæði joðskuggaefni og Gd-skuggaefni svo að nýrnaskaðinn geti gengið til baka ("gróið").
- 5-10% sjúklinga sem fá PC-AKI þróa með sér oliguriu eða anuriu, sem þarfnast tilfallandi eða jafnvel ævilangrar blóðskilunar (díalysu).
Athugasemd:
Mikróembólisering við kateteriseringu á slagæðum eða við inngrip með kateter í slagæðum, eins og t.d. við kransæðaþræðingu, getur orsakað nýrnaskaða sem auðvelt er að rugla saman við PC-AKI.
Míkróembólíuseringin getur einnig gefið einkenni sem líkjast vaskulit með húðeinkennum, multiorgan einkennum, eosinofiliu og CRP hækkun. Í þessum tilfellum eru áhrifin á nýrnastarfsemina oft meira langdregin en við PC-AKI og geta haldið áfram að versna.