Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.9 Reglugerð um skömmtun lyfja - þar með talið skuggaefna

Reglugerð nr. 241:2004
um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkarhúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum
11. grein - Lyfjaskömmtun á deildum

Lyf má aðeins gefa sjúklingi samkvæmt skriflegum fyrirmælum læknis eða fyrirmælum gefnum samkvæmt viðurkenndum reglum viðkomandi stofnunar.


Hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir má taka lyf úr lyfjageymslu og skammta sjúklingi en aðrir ekki. Í undantekningatilvikum getur yfirlæknir heimilað öðrum starfsmanni slíkan aðgang að lyfjageymslu.
Þeir, sem stunda nám í hjúkrunar- eða ljósmóðurfræðum, mega skammta lyf á ábyrgð og undir umsjá hjúkrunarfræðings eða ljósmóður til að fullnægja þeirri þjálfun, sem námið krefst.

Allar lyfjagjafir skal skrá þannig að rekja megi lyfjagjöf til hlutaðeigandi sjúklings, þess læknis sem gaf fyrirmæli um lyfjagjöf og þeirra, sem tóku til lyfið og afhentu það sjúklingi. Þessar upplýsingar skal varðveita sem hluta af sjúkraskrá viðkomandi sjúklings.

Við afhendingu lyfja til innlagðs sjúklings, t.d. vegna helgarleyfis skal eftirfarandi atriða gætt: Lyfin skulu afhent í hentugum umbúðum og þau merkt nafni sjúklings, heiti, styrkleika og magni lyfs, greinilegri notkunarfyrirsögn, dagsetningu og áritun þess, sem afgreiðir. Sama máli gegnir um lyf sem afhent eru sjúklingi, sem koma á til rannsóknar s.s. röntgenskoðunar. Verði því viðkomið skal afhending lyfja samkvæmt framangreindu fara fram í sjúkrahúss­apóteki/lyfjabúri.