Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.13 Um vökvun sjúklinga

Almennt um vökvun sjúklinga:

 • Vel vökvaður sjúklingur þýðir að rúmmál plasmavökvans er nægilegt sem einnig þýðir að sjúklingur er með nægan þvagútskilnað (næg diuresa), sem er besta vörnin gegn PC-AKI
   
 • Allir sjúklingar eiga að vera vel vökvaðir fyrir og meðan á rannsókn stendur og einnig eftir rannsókn með joðskuggaefni
   
 • Vökvagjöf í æð er betri en vökvadrykkja og er mælt með henni hjá öllum sjúklingum með mikla hættu á PC-AKI. Rétt er að taka afstöðu til hvort ekki eigi að leggja inn sjúkling með mikla hættu á PC-AKI til vökvunar  í æð
   
 • Nauðsynlegt er að hafa skrásettar vinnureglur á deildinni/sjúkrahúsinu varðandi notkun skuggaefnis í æð, bæði fyrir ambúlant sjúklinga og akút og inniliggjandi sjúklinga
   
 • Ambúlat (tímabókaðir) sjúklingar eiga að fá leiðbeiningar um vökvun:
  • Í bréfi sem þeir fá um tímabókunina
  • Bæði munnlegar og skriflegar leiðbeiningar um vökvun eftir rannsóknina
    
 • Fyrir akút og inniliggjandi sjúklinga fær viðkomandi deild eða tilvísandi læknir leiðbeiningar varðandi vökvun eftir rannsókn

Vökvun í æð:

 • Við vökvagjöf í æð (i.v.) er best að nota isoton vökva eins og t.d. Ringers acetat fremur en 0,9% NaCl. Mælt er með að gefa 1 - 1,5 ml/kg á klukkustund (eða c:a 100 ml á klukkustund eða 1.000 ml) á 6-12 klst. fyrir og eftir rannsóknina, að teknu tilliti til vökvaástands sjúklings ásamt hjarta- og nýrnastarfsemi hans.