Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.11 Mikil eða aukin hætta á skuggaefnistengdri nýrnabilun

Mikil eða aukin hætta á PC-AKI: 

Oft er erfitt að meta hættuna á PC-AKI hjá sjúklingi. Það vantar iðulega tölur yfir tíðni PC-AKI hjá sjúklingum með mismunandi samsetningu áhættuþátta, við mismunandi GFR gildi hjá sjúklingi og við mismunandi skammta joðskuggaefnis.

  • Áhættan eykst með lækkandi GFR gildi og með auknum fjölda áhættuþátta og með alvarleika áhættuþáttanna.
     
  • Það sem enn eykur áhættuna er:
    • Sjúklingar með samskonar áhættuþætti geta verið mismunandi næmir fyrir skuggaefnisaukaverkunum án þess að orsakirnar séu þekktar
    • Ófullnægjandi upplýsingar um sjúklinginn frá tilvísandi lækni
    • Takmarkaður áreiðanleiki útreiknaðs GFR
      • Aðeins í 80% tilfella liggur útreiknað GFR innan ±30% af mældu GFR (P30 gildi). P30 gildið er þó hærra fyrir útreikning á GFR þar sem stuðst er við bæði p-kreatinín gildi og p-cystatin C gildi. Þá er P30 um 90%.
         
  • Dæmi um ástand með aukinni hættu á SON:
    • GFR <45 ml/min (Nefna má að ESUR og ACR miða við <30 ml/min)
    • Margir áhættuþættir samtímishjá sjúklingi, t.d:
      • eGFR < 45 ml/min
      • Sykursýki
      • Þurrkur
      • Eggjahvíta í þvagi (makroproteinuria)
      • Blóðleysi (anemia)
      • Súrefnisskortur (hypoxia)
      • Sýking í blóði (sepsis)
      • Inntaka nfrotoxískra lyfja (NSAID lyfja eða COC-2 hemjara)
    • Óstöðug starfsemi nýrna en þá getur GFR verið óáreiðanlegt
    • Sjokkástand eða hjartabilun (gráða NYHA III/IV)
    • Endurteknar rannsóknir með joðskuggaefni
    • Stærri skurðaðgerð síðasta sólahringinn
    • Lélegt almennt líkamsástand og gjörgæslusjúklingar (þá óháð eGFR!)