Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

3. Almennar ráðleggingarAlmenn ráð til að minnka hættu á SON: 

 • Nota spurningalista til að kortleggja áhættuþætti hjá sjúklingum
 • Áætla eGFR hjá sjúklingi út frá p-kreatinin og/eða p-cystatin C
 • Alltaf meta áhættu mót gagnsemi  við skuggaefnisgjöf
 • Miða skuggaefnisskammtinn við eGFR sjúklings og áhættuþætti (spurningalisti)
 • Þegar reikna skal út skuggaefnisskammt sjúkling er miðað við absolut GFR en ekki relativt GFR.
 • Meðhöndla áhættuþætti og koma á reglum varðandi vökvun sjúklinga
 • Þegar hætta er á SON:
  • nota rannsóknaraðferð sem ekki hefur áhrif á nýrnastarfsemina ef hægt er
  • miða rannsóknina við minnsta mögulega skuggaefnisskammt
 • Koma á reglum um hvernig eftirfylgni skuli háttað hjá sjúklingum með hættu á að fá SON
 • Röntgendeildir sendi tilmæli til tilvísandi læknis/deildar ef þörf er á endurmælingu p-kreatinin eftir rannsókn hjá skilgreindum áhættusjúklingi.

Athugasemd:
Nýleg gögn (2019) benda ekki til neins galla á að hafa kontrast við stofuhita, þ.e. hita hann ekki fyrir inngjöf.