Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

3. Almennar ráðleggingar

Almenn ráð til að minnka hættu á PC-AKI: 

* Nota spurningalista til að kortleggja áhættuþætti hjá sjúklingum

* Áætla GFR hjá sjúklingi út frá p-kreatinin og/eða P-cystatin C

* Fara eftir tilmælum Sérlyfjaskrár við notkun skuggaefnis

* Alltaf meta áhættu mót gagnsemi  við skuggaefnisgjöf

* Miða skuggaefnisskammtinn við GFR sjúklings og áhættuþætti (spurningalisti)

* gJ/GFR hlutfallið skal helst vera < 1,0 og < 0,5 ef áhættuþættir er til staðar

* Meðhöndla áhættuþætti og koma á reglum varðandi vökvun sjúklinga

* Þegar hætta er á PC-AKI nota rannsóknaraðferð sem ekki hefur áhrif á nýrnastarfsemina*

* Ef gefa þarf joðskuggaefni þrátt fyrir þekkta áhættuþætti:

      - meðhöndla vökvaskort (dehydreringu) ef til staðar

      - hætta gjöf nefrotoxískara lyfja/efna, helst 2-3 dögum fyrir rannsókn

      - ef GFR < 20 ml/min skal rannsóknin gerð í samvinnu við nýrnasérfræðing

      - reikna út skammt skuggaefnis m.t.t. eGFR og áhættuþátta

      - nota rannsóknartækni sem er aðlöguð lágmarksskammti skuggaefnis

                  - TS lágkílóvolta protokolla

      - Forðast endurteknar rannsóknir með skuggaefni (líka Gd) innan 2 sólarhringa eftir skuggaefnisgjöf. Sama gildir eftir stærri skurðaðgerðir. Meta GFR áður en ný rannsókn er gerð.

*Koma á reglum um hvernig eftirfylgni skuli háttað hjá sjúklingum með hættu á að fá PC-AKI 2-4 sólarhringum eftir rannsókn. Ef PC-AKI / CI-AKI þá fylgja nýrnastarfsemi sjúklings í minst 30 daga.

* Röntgendeildir meti hvort þær eigi sjálfar að sjá um að mæla p-kreatinin fyrir og eftir rannsókn hjá áhættusjúklingum.

------------------------------------------------------------------------------------------
Athugasemd:
Nýleg gögn (2019) benda ekki til neins galla á að hafa kontrast við stofuhita, þ.e. hita hann ekki fyrir inngjöf.