Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.1 Skilgreining á PC-AKI

Skilgreining á PC-AKI: 
Skuggaefnisorsökuð nýrnabilun er ástand þar sem versnun verður á nýrnastarfsemi með:

1) Plasma kreatinín (p-kreatinín) hækkun sem er 44 µmol/L  (= 0,5 mg/dL) eða p-kreatinín hækkun >25% innan 3 daga eftir joðskuggaefnisgjöf (JKM)  þar sem engin önnur skýring finnst.

(Margir telja betra að miða við 25% hækkunina. Sjúklingur sem fer úr 80 í p-kreatinín í 124 eftir skuggaefnisrannsókn (80+44) er að fá mun meiri skerðingu á nýrnastarfsemi en annar sjúklingur sem er með 250 í p-kreatinín fyrir rannsókn og fer í 294 (250+44) eftir skuggaefnisgjöf).

2) Mælt er með að nota núna í stað ofannefndra viðmiða viðmið KDIGO (Kidney Disease Improving Global Outcomes). Þá er miðað við hækkun á kratinín ≥27 µmol/L innan 48 tíma eða ≥ 50% hækkun innan viku frá gjöf joðskuggaefnis.

Heimildir:

1) SURF Svensk Förening för Uroradiologi (https://www.sfmr.se/sidor/kontrastmedelsgrupp-i-sfbfm/). Sjá þar „Kontrastmedelsrekommendationer“.

2) ESUR - European Society of Urogenital Radiology Contrast Media Safety Committee. http://www.esur.org.

3) KDIGO – Kidney disease improving global outcomeskdigo.org/guidelines/acute-kidney-injury/