Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17. OmniVis 5.1 forritið og aukaundirforrit sem fylgja

Omnivis forritið hefur reynst vel við útreikning á einstaklingsmiðuðum skuggaefnisskammti og flestar myndgreiningardeildir hérlendis eru með það í notkun. Í júní 2020 ber nýjasta útgáfa forritsins númerið 5.1. 

GE Healthcare dreifir forritinu til viðskiptavina sinna án endurgjalds. Á Íslandi útvegar umboðsaðili viðskiptavinum sínum forritið: Icepharma hf., Lyngháls 13, 110 Rvk., S: 540-8000.

Starfsfólk Rafarnarins hf. getur aðstoðað við uppsetningu á 5.1 útgáfunni af OmniVis. Þeir aðilar sem eru með þjónustusamning hjá Raferninum hf. geta fengið þessa aðstoð innan ramma samningsins, þ.e. án þess að greiða aukalega fyrir hana.

Athugið: Upplýsingar um forritið og notkun þess eru í undirköflum.

 

Efnisyfirlit - Athugið að líka er hægt að nota valmyndina, efst til hægri

Tilgangurinn með OmniVis 5.1 forritinu

Aðeins um formúlurnar í OmniVis 5.1

Undirbúningsvinna áður en OmniVis 5.1 er tekið í notkun

Leiðbeiningar um notkun OmniVis 5.1

Nánari útskýring á hugtakinu Max vikt í OmniJekt

Að búa til eða breyta prótókolli í OmniJekt

Reiknivélin OmniGFR