Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

17. Einstaklingsmiðaður skammtur - Omnivis forritið

 1. Opnið Omnivis forritið með því að smella á iconið.
 2. Sláið inn upplýsingar um sjúkling: 
       - Aldur, hæð, þyngd, se-kreatínín, kyn, kynþáttur.
 3. Smellið á ?Beregning? til að reikna út eGFR sjúklings (eiginlegt/absolut GFR).
 4. Ráðgist við röntgenlækni ef eGFR er minna en 45ml/mín (sjá kafla 4).
          - Í dæminu hér fyrir neðan er eGFR = 51 ml/mín      
 5. Opnið undirforritið OmniDos.
 6. Fyllið í viðmiðunartöflu: 120 ml skuggaefni og 320 mgJoð/ml.
       -EKKI breyta þyngdartölu fyrir viðmiðunarsjúkling (90 kg) eða sjúklinginn sem verið er að reikna skammt fyrir (hér 57 kg).
 7. Smellið á "Beregning".
 8. Lesið magn (ml) af 320 mgJoð/ml skuggaefni sem þessi sjúklingur má fá.
       - Í dæminu hér fyrir neðan á sjúklingur að fá 76 ml, og það gefur sömu þéttni skuggaefnis á CT mynd og hjá viðmiðunarsjúklingi sem hefði fengið 120 ml.