Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.10 Það sem ber að gera áður en rannsókn er gerð

Mikilvæg atriði sem geislafræðingi, eða öðrum sem framkvæmir rannsókn, ber að gera áður en gerð er rannsókn með joðskuggaefni: 

 • Athuga áhættuþætti samkvæmt fyrirliggjandi spurningalista, eða upplýsingum í köflum 4.10, 4.5 og 4.6
   
 • Reikna GFR annað hvort út frá p-kreatinín eða p-cystatín C (best bæði gildin ef til staðar)
   
 • Meta almennt ástand sjúklingsins
   
 • Meta þörf á vökvun (sjl. t.d.með uppköst, niðurgang, ileus)
   
 • Athuga hvort vöðvamassi sjúklings er óvenjulegur

Ef til staðar er ástand sem getur aukið hættuna á PC-AKI á að hafa samband við ábyrgan röntgenlækni varðandi ákvörðun um framhaldið. Mælt er með notkun spurningalista sem skimar fyrir áhættuþáttum fyrir rannsóknina og flæðiskema þar sem geislafræðingur getur séð hvort kalla þurfi til röntgenlækni eða ekki.