Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

13. Milliverkanir (interaktionir) við lyf og áhrif á blóðrannsóknirMilliverkanir (interaction, víxlverkun) joðskuggaefnis við lyf og áhrif þess á niðurstöður blóðrannsókna:
 

NSAID, COX-2 hemjarar, aminoglykosíðar, ciklosporin

Áhættuþættir fyrir skuggaefnisorsakaða nýrnabilun

Þvagræsilyf (diuretica)

Geta valdið þornun (dehydration) og aukinni hættu á SON, CAVE ?forceruð diuresa? með mannitol og "loop- diuretika".

Metformin

Hætta á mjólkursýringu blóðs (lactic acidosis) við SON.

Interleukin-2

Eykur hættu á síðbúnum skuggaefnisviðbrögðum, allt að 2 árum eftir að meðferð með lyfinu lauk.

Hydralazin (ekki á skrá á Íslandi)

Hætta á æðabólgu (cutan vasculitis) ? frábending fyrir notkun JKM

β-blokkerar

Geta komið í veg fyrir β-adrenerg áhrif adrenalíns þegar meðhöndla þarf bráð skuggaefnisviðbrögð. Einnig hindrað virkni adenylate sýklasa þannig að losun ofnæmisvalda aukist.

Blóðþynningarlyf

JKM getur hindrað fíbrínleysingu og dregið úr áhrifum segaleysandi lyfja.

Geðrofslyf (antipsychotics)

JKM við slagæðarannsókn af heila (cerebral angiografiu) getur lækkað krampaþröskuld fyrir geðrofslyf. Ekki er ráðlagt að gera hlé á meðferð með geðrofslyfjum ef notuð eru lágísmóler eða isóosmóler skuggaefni.

Blöndun skuggaefna og lyfja

Ekki á að blanda JKM við lyf sem gefin eru í æð og ekki á að gefa lyf í æðalegg sem notaður hefur verið fyrir skuggaefni. Ef nauðsynlegt er að nota sama æðalegg á að skola hann vandlega með saltvatni. 

Storkupróf

Skuggaefni getur valdið rangri niðustöðu storkuprófs. Ekki á að gera storkupróf fyrr en a.m.k. 6 klst. eru liðnar frá skuggaefnisgjöf. 

Eggjahvíta í þvagi (próteinuria)

Taka á með varúð niðurstöðum mælinga á eggjahvítu í þvagi eftir skuggaefnisgjöf. Sérstaklega eftir æðaþræðingu nýrnaslagæða, sem getur orsakað tímabundna hækkun á eggjahvítu í þvagi.