Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.5 Aðal áhættuþættir fyrir skuggaefnistengdri nýrnabilun, PC-ACI

Aðal áhættuþættir (ástand og/eða lyf) fyrir SON: 

*    Skert nýrnastarfsemi, þ.e.a.s. hækkað p-kreatinín GFR <45 ml/min. (ESUR og ACR miða við <30 ml/min, notum það ekki)

*    Hár aldur, >65 ár. Tengist því að með hærri aldri minnkar starfsemi nýrnanna og fjöldi áhættuþátta eykst með hækkandi aldri. 

*    Ýmsir ekki-nýrnatengdir áhættuþættir:

                  -Sykursýki með skertri nýrnastarfsemi er styrkjandi áhættuþáttur 
                  -Minnkandi blóðflæði (minnkað magn cirkulerandi blóðs) og þá með minnkandi nýrnablóðflæði.
                  -Þurrkur (dehydrering)
                  -Blæðingar
                  -Lágur blóðþrýstingur (hypotention)
                  -Nýrnaæðasjúkdómur
                  -Lágt plasma albumin (<30 g/L)
                  -Hjartabilun (af NYHA typu III og IV, ejektionsfraktion <30%)
                  -Skorpulifur (lifrarcirrhosa), þá er hætta á ofmati á nýrnastarfseminni  vegna lágs kreatinínsgildis þar sem  framleiðsla lifrar á byggingarefni kreatiníns (kreatín) er skert 

*    Að hafa fengið joðskuggaefni eða gadolinium-skuggaefni innan 48-72 klst. 

*    Að hafa farið í stærri skurðaðgerð síðustu daga

*    Dagleg notkun NSAID lyfja eða svokallaðra COX-2 hemjara sem notaðir eru við meðhöndlun verkja eða bólguástands. Þessi lyf hemja framleiðslu prostaglandins og valda truflun á stjórnun blóðflæðis nýrna (defekt renal vasoregulation) og vegna þess er hætta á súrefnisskorti í nýrum (medullary ischemi).

*    Sjúklingar í dialysu en sem eru með einhverja nýrnastarfsemi (> 400 ml þvags/24 t)

*    gJ/GFR hlutfall > 1,0 hjá sjúklingi án áhættuþátta fyrir CIN (sama hvort i.v. eða i.a. gjöf)

*    gJ/GFR hlutfall > 0,5 hjá sjúklingi með áhættuþætti fyrir  CIN (sama hvort i.v. eða i.a. gjöf)

Athugasemdir:
Við eðlilega nýrnastarfsemi eru sykursýki og illkynja plasmafrumusjúkdómar ekki áhættuþáttur fyrir SON. 

Ef sjúklingur er með GFR ≥ 45 ml/min og enga þekkta áhættuþætti fyrir SON má gefa sjúklingi joðskuggaefni og Gd skuggaefni sama dag ef það er nauðsynlegt.