Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

Siðareglur og lög


Siðareglur nokkurra starfsstétta myndgreiningarfólks:

Siðareglur Félags geislafræðinga

Siðareglur Læknafélags Íslands


Siðareglur Félags heilbrigðisgagnafræðinga


Lög sem allir heilbrigðisstarfsmenn ættu að kynna sér:

Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34, 2012

Þagnarskylda innan heilbrigðisþjónustu, 17. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn:

Trúnaður og þagnarskylda.
Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, skulu gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða er til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar.

Samþykki sjúklings eða forráðamanns, ef við á, leysir heilbrigðisstarfsmann undan þagnarskyldu.

Þagnarskylda samkvæmt þessari grein nær ekki til atvika sem heilbrigðisstarfsmanni ber að tilkynna um samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Í þeim tilvikum ber heilbrigðisstarfsmanni skylda til að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar til bær yfirvöld.

Um trúnaðar- og þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna gilda jafnframt ákvæði laga um réttindi sjúklinga, ákvæði laga um sjúkraskrár og önnur lög eftir því sem við á.

Lög um réttindi sjúklinganr. 74, 1997

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90, 2018

 

Reglugerðir, verklagsregur og fleira sem vert er að skoða: 

Verklagsreglur Barnaverndarstofu um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679
(Evrópska persónuverndarreglugerðin sem tók gildi í maí 2015)