Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

9. Vöðvaslensfár (Myasthenia gravis )

Almennar upplýsingar varðandi vöðvaslensfár:

  • Mörg lyf, þar á meðal sýklalyf, geta haft áhrif á Myastenia gravis (Vöðvaslensfár).
     
  • Versnun á MG er þekkt eftir notkun á bæði joðskuggaefni og Gadolinum skuggaefni. Þetta hefur jafnvel gerst hjá sjúklingum sem verið hafa á fullnægjandi meðferð með kolinesterasahemjara (pyridostigmin, Mestinon®).
     
  • Sjúklingar geta á nokkrum mínútum orðið fyrir verulegum áhrifum, lamast og fengið öndunarstopp. Skýringin er hugsanlega hömlun á taugaboðum til vöðva orsökuð af skuggaefninu.
     
  • Litlar líkur eru á aukaverkunum og tilfelli eru mjög fá, en ekki hægt að útiloka þessa áhættu.

 Athugið: Nánari upplýsingar eru í undirköflum. 

 

Efnisyfirlit - Athugið að líka er hægt að nota valmyndina, efst til hægri

Leiðbeiningar fyrir skuggaefnisnotkun