4.12 Almenn ráð til að minnka hættu á skuggaefnistengdri nýrnabilun, PC-AKI
Almenn ráð til að minnka hættu á PC-AKI:
- Nota spurningalista fyrir sjúklinga til að kortleggja áhættuþætti
- Vega gagnsemi skuggaefnisgjafar móti áhættunni
- Taka til athugunar að nota aðrar rannsóknir hjá sjúklingi með aukna hættu á að fá PC-AKI, t.d.:
- TS án skuggaefnis
- Ómskoðun
- MRI
- Hætta gjöf nefrótoxískra lyfja, helst 2-3 dögum áður en skuggaefni er gefið
- Seinka rannsókninni og meðhöndla þá áhættuþætti sem hægt er að meðhöndla, t.d.:
- Þurrk (dehydrering)
- Hjartabilun
- Blóðleysi
- Óstöðugan blóðþrýsting eða blóðflæði
- Taka upp vinnureglur varðandi vökvun (sjá kafla 4.13)
- Laga skammt skuggaefnis að GFR og áhættuþáttum sjúklings (einstaklingsmiðaður skammtur joðskuggaefnis)
- Laga rannsóknartæknina til að geta notað minnsta mögulega skammt skuggaefnis, t.d.:
- Nota mismunandi protokolla á TS tæki
- Nota lág kV tækni ( viðmið að gJ/GFR hlutfallið sé < 0,5, nota OmniVis prógrammið). Að gera TS rannsókn með 80 kV í stað 120 kV gerir að minnka má magn joðskuggaefnis með faktor 1,6.
- Forðast endurteknar rannsóknir með joð- eða Gd-skuggaefni hjá áhættusjúklingi
- Forðast joð- eða Gd-skuggaefnisrannsókn hjá sjúklingi í 2-3 daga eftir stóra skurðaðgerð og áður en nýrnastarfsemin hefur verið metin
- CAVE: EKKI nota "forceraða diuresu" eða loop-diuretika
Mikilvægustu þættirnir til að minnka líkurnar á PC-AKI/CI-AKI:
1) minnka þá áhættuþætti sem hægt er að hafa áhrif á
2) vökva sjúkling (með isoton kristalloider, t.d Ringers-Acetat)
3) stoppa meðferð með nefrótoxiskum lyfjum
4) minnka skammt joðskuggaefnis
Athugasemd:
Blóðskilun hefur engin fyrirbyggjandi áhrif. Ekki liggja fyrir neinar sannfærandi rannsóknir um gildi fyrirbyggjandi meðhöndlun með lyfjum til að fyrirbuggja skuggaefnistengdan akút nýrnaskaða (þar með talið acetylcystein).