Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

4.17 Eftirfylgni sjúklinga í hættu á skuggaefnistengdri nýrnabilun, PC-AKI

Eftirfylgni sjúklinga í hættu á PC-AKI:

Hjá sjúklingum með GFR<45 ml/mín eða 2 eða fleiri áhættuþætti gilda eftirfarandi reglur um að fylgjast með nýrnastarfsemi: 

 • Inniliggjandi sjúklingar:
  • Fylgst er með p-kreatinín eða p-cystatin C daglega í minnst 2 daga eftir rannsóknina
    
 • Ambulant sjúklingar (polykliniskir):
  • p-kreatinín eða p-cystatin C mælt á 2., 3. eða 4. degi eftir rannsóknina.
   • Þá gæti röntgendeildin tekið að sér með því að útbúa beiðni fyrir slíkri mælingu, sem sjúklingur síðan tæki með sér
   • p-cystatin C er "hraðvirkara" merkiefni en p-kreatinín sem getur haft gildi. Þá er hægt að sjá áhrifin á nýrun strax eftir sólahring
     
 • Sjúklingur sem hefur fengið PC-AKI / CI-AKI:
  • Skráð er í sjúkraskrá (sjúrnalakerfi) og RIS að sjúklingur hafi fengið PC-AKI.
   • Við skuggaefnisrannsóknir þaðan í frá er mikilvægt að gera allar ráðstafanir sem mælt er með við mikla hættu á SON.
   • Fylgja skal eftir nýrnastarfsemi sjúklings í minnsta kosti 30 daga
  • Beðið er í minnst 2 vikur þar til ný skuggaefnisrannsókn er gerð
   • p-kreatinín er mælt fyrir nýja skuggaefnisgjöf og gengið úr skugga um að nýrnastarfsemin hafi náð sér aftur.