Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.7 Reiknivélin OmniGFR

Mikilvægt er að gera greinarmun á absolut og relativ GFR eins og áður hefur verið bent á.

a) Absolut GFR (eiginlegt GFR) (uppgefið sem ml/mín) sýnir hina raunverulegu nýrnastarfsemi og þetta gildi skal nota við útreikning á magni joðskuggaefnis sem gefa skal.

b) Relativt GFR (hlutfallslegt GFR) er staðlað miðað við 1,73 m2 líkamsyfirborð (uppgefið sem ml/mín per  1,73 m2). Relativt GFR er notað til að flokka (gradera) á staðlaðan hátt nýrnastarfsemi sjúklings samkvæmt flokkunarkerfi KDIGO.  Relativt GFR gildið getur verið töluvert ólíkt absolut GFR gildinu hjá mjög stórum             einstaklingum og börnum.

Rannsóknarstofur gefa alltaf upp relativt GFR gildið.

Dæmi um notkun OmniGFR. Sjúklingurinn er karlmaður 85 kg, hæð 180 cm með relativt GFR (ml/min/1,73) = 65.

Setjum hann í reiknivélina:

null

null

Ýta á Beräkna (reikna) og þá verður absolut GFR = 77. Sú tala skal notuð við útreikning í OmniVis.