Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.1 Tilgangurinn með OmniVis 5.1 forritinu

 1. Að reikna út GFR (eGFR) byggt á pKr og/eða pCysC, aldri, hæð, kyni og kynstofni og auka þannig líkur á að greina sjúklinga (sérstaklega eldri sjúklinga) með hættu á skuggaefnisorsakaðri nýrnabilun. Reiknað GFR (eGFR) er mun nákvæmara en að bara nota eingöngu pKR eða PcysC. Þá er notað OmniVis, OmniJekt og OmniGFR.
   
 2. Að geta borið saman KM skammtinn í g joðs (magn x þéttni skuggaefnis) saman við tölulegt gildi absolut GFR (eiginlegt GFR) til að fá g-I/GFR hlutfallið og þar með geta metið áhættuna á SON (KMN, CIN).
   
 3. Að geta hannað einstaklingsmiðaða protokolla fyrir ólík TS prógrömm sem röntgeindeild velur að hanna. Til þess er OmniJekt notað (sjá neðar).
   
 4. Að geta lagt saman og fylgst með skömmtum af joðskuggaefni með kateter í æð við ýmsar rannsóknir/meðferðir. Til þess er prógrammið OmniSum notað. (Ekki farið í hér).
   
 5. Að reikna út ústskilnað (washout) í breytingum eða fyrirferðum í nýrnahettum. Þetta er gert til að meta líkur á því hvort breyting sé talin benign eða malign. Hér er prógrammið OmniBi notað.

ATHUGASEMD:
OmniVis forritið er ekki eingöngu hannað fyrir TS rannsóknir heldur má nota það við hvers konar rannsóknir þar sem joðskuggaefni er gefið í æð (slagæð eða bláæð).