17.1 Tilgangurinn með OmniVis 5.1 forritinu
- Að reikna út GFR (eGFR) byggt á pKr og/eða pCysC, aldri, hæð, kyni og kynstofni og auka þannig líkur á að greina sjúklinga (sérstaklega eldri sjúklinga) með hættu á skuggaefnisorsakaðri nýrnabilun. Reiknað GFR (eGFR) er mun nákvæmara en að bara nota eingöngu pKR eða PcysC. Þá er notað OmniVis, OmniJekt og OmniGFR.
- Að geta borið saman KM skammtinn í g joðs (magn x þéttni skuggaefnis) saman við tölulegt gildi absolut GFR (eiginlegt GFR) til að fá g-I/GFR hlutfallið og þar með geta metið áhættuna á SON (KMN, CIN).
- Að geta hannað einstaklingsmiðaða protokolla fyrir ólík TS prógrömm sem röntgeindeild velur að hanna. Til þess er OmniJekt notað (sjá neðar).
- Að geta lagt saman og fylgst með skömmtum af joðskuggaefni með kateter í æð við ýmsar rannsóknir/meðferðir. Til þess er prógrammið OmniSum notað. (Ekki farið í hér).
- Að reikna út ústskilnað (washout) í breytingum eða fyrirferðum í nýrnahettum. Þetta er gert til að meta líkur á því hvort breyting sé talin benign eða malign. Hér er prógrammið OmniBi notað.
ATHUGASEMD:
OmniVis forritið er ekki eingöngu hannað fyrir TS rannsóknir heldur má nota það við hvers konar rannsóknir þar sem joðskuggaefni er gefið í æð (slagæð eða bláæð).