Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.2 Aðeins um formúlurnar í OmniVis 5.1

Hvort á að nota p-kreatinín eða p-cystatin C?

* Ekki skiptir máli við notkun OmiVis prógramsins hvort kreatinín er mælt í plasma eða serum.

* Enginn þeirra formúla sem nota kreatinín við útreikning á GFR eru ætlaðar fyrir börn.

* Engar formúlur eru fyrir börn í OmniVis!

Kosturinn við að nota cystatin C framyfir kreatinín er að þéttni þess í plasma er nánast óháð vöðvamassans, neyslu kjötafurða eða lifrarstarfsemi. Það er hins vegar ekki mælt með að nota p-cystatin hjá sjúklingum sem eru á háum steraskömmtum þar sem þeir eru með aukna framleiðslu á cystatin C og þannig fást fölsk há gildi í plasma.

Það er einnig kostur að plasmaþéttni cystatin C endurspegla mun fyrr akútan nýrnaskaða en plasmaþéttni kreatiníns. Þessi munur skýrist af mismunandi helmingunartíma efnanna. Breytingar á p-cystatin C eru mælanlegar innan 24 klst en það tekur lengri tíma fyrir p-kreatinín. Þetta skiptir máli við skuggaefnistendar akút breytingar á nýrnastarfseminni.

Samantekt:
Ekki nota p-kreatinín gildi við útreikning á GFR í OmniVis hjá sjúklingi þegar:

            1) hann er með óvanalega mikinn eða lítinn vöðvamassa

            2) hann hefur hefur neytt kjötmáltíðar, sérstaklega soðið kjöt, eða tekur inn kreatinínduft

            3) hann er með lélega lifrarstarfsemi, t.d. skorpulifur (chirrosis)

            4) hann er meðhöndlaður með lyfjum sem hafa áhrif á nýrnaútskilnað kreatiníns (t.d. cimetidin og trimetoprim)

Ekki nota p-cystatin C gildi við útreikning á GFR í OmniVis hjá sjúklingi þegar:

            1) hann er á háum steraskömmtum
 

Kostir við að nota bæði gildi p-kreatinín og p-cystatin C í OmniVis (P30)?

Nákvæmi mismuandi reikniformúla sem notaðar eru í OmniVis er mæld með svokölluðu P30 gildi en það þýðir að útreiknað GFR gildi liggi innan við 30% skekkju af mældu GFR gildi.

P30 gildið fyrir formúlurnar sem annaðhvort nota annað hvort eGFRKREA eða eGFRCYSC er c:a 75-85%. Með því að nota bæði p-kreatinín og p-cystatinC fæst betra P30 gildi eða >90%.

null

OmniVis gildið GFR-Medelvärde (GFR meðaltalsgildi) gefur því nákvæmari niðurstöðu en hin tvö gildin, GFR-Kreatinin og GFR-Cystatin C.