Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.3 Undirbúningsvinna áður en OmniVis 5.1 er tekið í notkun

Forsendan fyrir því að geta notað OmniVis 5.1 prógrammið rétt er að prótókollar í forritinu OmniJekt í OmniVis séu þeir sömu og notaðir eru í því TS tæki sem er notað.

Prótókollarnir í OmniJekt eru í skjali sem heitir InjHast.txt sem skal ávallt vera í sömu möppu í tölvunni og sjálft forritið. Þegar OmniVis er tekið í notkun eru þrír möguleikar til staðar varðandi uppsetningu á OmniJekt.

            1) Nota þá prótókolla sem fylgja forritinu og setja þá upp í TS tæki sem nota á.

            2) Útvega sér prótókolla frá einhverri deild sem er með góð prógrömm í sínu tæki og/eða er með svipað TS tæki og nota á. Þá getur þessi aðili sem haft er samband við einfaldlega sent sitt InjHast.txt skjal í tölvupósti. Þá er það sett í sömu möppu og OmniVis prógrammið og fyrirliggjandi InjHast.txt skjal fjarlægt. Samsvarandi prótókollar síðan settir upp í TS tækinu sem nota á.

            3) Nota þá prótókolla sem þegar eru í TS tæki deildarinnar og setja þá upp í OmniJekt og nota til þess undirforritið/hnappinn „Ändra/lägg till undersökning.“ Sjá kafla 17.5.

Starfsfólk Rafarnarins hf. getur aðstoðað við uppsetningu OmniVis 5.1 Þeir aðilar sem eru með þjónustusamning hjá Raferninum hf. geta fengið þessa aðstoð innan ramma samningsins.

ATHUGASEMD:
OmniVis forritið er ekki eingöngu hannað fyrir TS rannsóknir heldur má nota það við hvers konar rannsóknir þar sem joðskuggaefni er gefið í æð (slagæð eða bláæð).