Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.5 Nánari útskýring á hugtakinu Max vikt í OmniJekt

OmniJekt forritið setur sjálfkrafa Max vikt eða hámarksþyngd 80 kg. Hugsunin er að sjúklingur sem er þyngri en 80 kg hafi bara í raun aukna fitu en ekki vöðvamassa. Þetta á oft við en ekki alltaf. Fitan tekur ekki upp skuggaefni! Margir velja að láta þessa tölu halda sér en breyta henni í 90 kg eða jafnvel 100 kg fyrir karlmenn. Tökum dæmi.

null

null

Hér erum við með einstakling sem er kona og vegur 70 kg. Hennar tölur eru:

GFR = 42 ml/min

Hún fær 117 ml skuggaefni samkvæmt OmniJekt

gJoð/GFR hlutfallið er 0,83

En nú breytum við þyngd hennar í 99 kg og reiknum á ný ef sú væri raunin: 

null

null

Hér er konan sem 99 kg. Hennar tölur verða nú:

GFR = 48 ml/min  (en var 42!)

Hún fær 133 ml skuggaefni samkvæmt OmniJekt (en áður átti hún að fá 117 ml)

gJoð/GFR hlutfallið er 0,83  (sem er sama hlutfall og áður)

Takið eftir að reiknivélin sér til að gJoð/GFR hlutfallið er óbreytt eða 0,83 og það er kjarninn í hugsuninni með Max vikt.