Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

17.4 Leiðbeiningar um notkun OmniVis 5.1

null

1)   Veljið formúlur fyrir kreatinin (og cystatin C, hafi það einnig verið mælt). Fyrir kreatinin er mælt með Lund-Malmö LM formúlu eða CKD-EPI. Ekki skal nota Cockcroft-Gault formúluna þar sem hún er ekki stöðluð. Fyrir cystatin C er mælt með CKD-EPI.

2)   Skrifið inn gildi sjúklings í gulu reitina. ATH ekki skrá neitt í gráa reiti. Fylla í aldur, hæð, þyngd, pKR  og/eða pCysC. Velja síðan kyn og kynstofn. Kaukasier er hvíti stofninn. Það eru bara tvær formúlur sem geta reiknað út sérstaklega fyrir afroameríkana, bara MDRD-IDMS og CKD-EPIkrea.

Athugið að p-kreatiningildið sem skráð er í kreatinin gluggan má eingöngu vera absolute GFR. Rannsóknarstofur gefa hins vegar upp relativt GFR.  Nota OmniGFR til að umreikna relativt GFR yfir í absolut GFR.

3)   Ýtið á hnappinn „beräkna“ eða „enter“ á lyklaborðinu og prógrammið birtir niðurstöður í gráu reitunum. Athugið að prógrömmin eru ekki hönnuð fyrir mjög þunga sjúklinga, BMI> 40 kg/m2.

            a) Absolut GFR (eiginlegt GFR) (uppgefið sem ml/mín) sýnir hina raunverulegu nýrnastarfsemi og þetta gildi       skal nota við útreikning á magni joðskuggaefnis sem gefa skal.

            b) Relativt GFR (hlutfallslegt GFR) er staðlað miðað við 1,73 m2 líkamsyfirborð (uppgefið sem ml/mín per       1,73 m2). Relativt GFR er notað til að flokka (gradera) á staðlaðan hátt nýrnastarfsemi sjúklings samkvæmt      flokkunarkerfi KDIGO.  Relativt GFR gildið getur verið töluvert ólíkt absolut GFR gildinu hjá mjög stórum   einstaklingum og börnum.

            c) Ef fyllt er í bæði hæð og þyngd sjúklings fást gildin fyrir fyrir absolut og relativt GFR með öllum formúlunum.

            d)   Ef  upplýsingar um hæð sjúklings vantar þá haka í reitinn „Nej“ við „Längd“. Þá er það bara formúla             Cockcroft-Gault sem getur reiknað absolut GFR en hinar formúlurnar geta bara reiknað relativt GFR.

            e) Ef upplýsingar um þyngd vantar þá haka í reitinn „Nej“ við „Vikt.“ Þá getur Cockcroft-Gault formúlan ekki     reiknað eGFR og hinar formúlurnar geta eingöngu reiknað relativt GFR.

4)   GFR meðaltalið (GFR-Medelvärde) er tölfræðilegt meðaltal af þeim kreatinin og cystatin C formúlum sem voru valdar í upphafi. Tölfræðilega gefur þetta meðalgildi öruggara eGFR en ef eGFR hefði verið reiknað út bara með annaðhvort kreatinin eða cystatin C.

5)   Hlutfallsreiknirinn gJ/GFR  ( Gram jod/GFR ratioräknare) gerir það mögulegt að reikna grömm joðs í skuggaefnisskammtinum (KM-dos) sem gefa á. Ef eingöngu er notast við kreatiningildi í prógramminu færist abolut gildið sjálfkrafa í hlutfallsreikninn og ef eingöngu er reiknað út frá cystatin C færist absolut gildi í hlutfallsreikninn.

6) Í dæminu sem við höfum notað hefur meðalgildið fyrir absolut GFR færst í GFR gluggann í hlutfallsreikninum, sjá mynd.

null

Ef ýtt er á „Kontrastmedelsvolym“ hnappin reiknar prógrammið út skammt skuggaefnið miðað við ýmsa styrkleika, sjá mynd.

null

Sem dæmi má nefna að ef notað er á deildinni skuggaefni sem er 320 mg joð/ml, þá er skammturinn að hámarki 131 ml og þá er g-J/GFR hlutfallið 1,0. Þar með ekki sagt að það eigi að gefa 131 ml. Þessi gluggi er aðeins til að sýna hvað skammturinn af mismunandi styrkleikum af skuggaefni þarf að vera stór til að hlutfallið verði 1,0. Halda áfram í forritinu OmiJect.

6)  Næst opna forritið OmiJect og velja þar viðeigandi prótókoll.  OmiJekt kemur með nokkrum prótókollum, sem gerðir eru af höfundum prógramsins.

            a) Við veljum Thorax/Buk, klikka á það. Athuga hvort rétt þyngd sé í reitnum og síðan ýta á Beräkna og þá kemur fram að sjúklingur á að fá samtals 115 ml af skuggaefninu sem við höfðum valið (320 mg/ml) og hraðinn á inndælingu á að vera 5,7 ml/s. Einnig sést að gJ/GFR hlutfallið er 0,88.

null

     -->

null

          b) Hægt er breyta g-J skammtinum með því að setja nýja tölu í gluggann til hægri við reitinn <-- og ýta síðan á pílutakkann og þá reiknar prógrammið inndælingargildin á ný, dæmi:

null

     -->

null

Með þessum gjörningi minnkar magn skuggaefnis sem gefa á úr 115 ml í 66 ml og gJ/GFR hlutfallið fer niður í 0,5.

Athugið að rannsóknarprótókollarnir er í sérstöku skjali „InjHast.txt“ sem alltaf skal vera vistað í sömu möppu og OmniVis prógrammið. Ef maður gerir breytingar í prótókolli í einu tölvusneiðmyndatæki er hægt að afrita InjHast.txt skjalið yfir í annað sneiðmyndatæki ef maður vill að þau séu eins. Og auðvitað er hægt að senda þetta skjal til annarra í tölvupósti.

Ef nýrri útgáfa kemur af forritinu en version 5.1 sem þessar leiðbeiningar eru samdar við þá má bara kopiera gildandi InjHast.txt skjal yfir í nýja prógrammið.

ATHUGASEMD:
OmniVis forritið er ekki eingöngu hannað fyrir TS rannsóknir heldur má nota það við hvers konar rannsóknir þar sem joðskuggaefni er gefið í æð (slagæð eða bláæð).