Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

7.4 Leiðbeiningar þegar hætta er á ofstarfsemi skjaldkirtils

Þegar aukin hætta er á að sjúklingur þrói ofstarfsemi skjaldkirtils:

  • Forðist að nota joðskuggaefni eða notið eins lítinn skammt af skuggaefninu og hægt er.
    • Er t.d. hægt að svara spurningunni um "intrathorakalt struma" á TS rannsókn án þess að nota JKM?
       
  • Ef nauðsynlegt reynist að nota joðskuggaefni:
    • Einstaklingar sem taldir eru hafa mikla hættu á skjaldvakaóhófi geta þurft fyrirbyggjandi meðferð með thyreostatika og etv. kaliumperklórati. Slík meðferð er á hendi innkirtlasérfræðings eða lyflæknis
    • Leggja þarf áherslu á í röntgensvari að fylgjast þurfi með skjaldkirtilstarfsemi sjúklings, sérstaklega þegar fyrir liggur ógreind eða áður óþekkt hnútótt stækkun á skjaldkirtli
    • Tilvísandi læknir ber ábyrgð á því að fylgjast með blóðgildum á fríu T3, fríu T4 og TSH  sex og tólf vikum eftir rannsókn með joðskuggaefni.

Orðskýring: Ofstarfsemi skjaldkirtils = Skjaldvakaóhóf = Hyperthyroidism.