Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

12.3 Meðhöndlun

Ef sjúklingur fær einkenni eftir leka:

  • Láta viðkomandi útlim liggja hátt og meðhöndla með kælingu (ís í poka)
  • Gefa sjúklingi sjálfum og deildinni þar sem sjúklingur liggur ráðleggingar um að fylgjast með:
    • Verk
    • Blöðrumyndun
    • Herslismyndun
    • Hita
    • Blóðflæði
    • Skynjun
    • Ef einkenni versna er ráðlegt að fá álit skurðlæknis (kirurgiska konsultation)

Athugasemdir:
Það hefur engin áhrif að reyna að aspirera vökvann eða meðhöndla með lyfjum svo sem sterum, vasodilatorum, hyaluroniðösum o.þ.h.

Við notkun lágismoler eða isoosmoler skuggaefna er í lang flestum tilfellum ekki um alvarlega skaða að ræða við skuggaefnisleka.
Í mörgum tilfellum eru engin einkenni til staðar

Ef óljóst er hvort skuggaefnisleki hefur átt sér stað má taka röntgen yfirlitsmynd af svæðinu.