Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

12.2 Hvernig minnka má áhættuna

Leiðir til að minnka hættu á að skuggaefni fari út fyrir æð:

  • Setja upp nýjan venulegg ef grunur er um að sá leggur sem sjúklingur er með virki ekki sem skyldi, t.d.:
    • Ekki af passandi stærð
    • Ekki á réttum stað
    • Tregt að sprauta í legginn.
  • Gæta þess að venuleggurinn passi æðinni og þeim inndælingarhraða sem nota á.
  • Setja venulegginn í eins víða bláæð og mögulegt er
    • Helst í olnbogabót
  • Vakta skuggaefnisinndælinguna með þreifingu á venunni ofan við inndælingarstaðinn (proximalt)

Athugasemd:
Skuggaefni sem eru isoton við blóðvökvann geta minnkað hættu á vefjaskaða


Alvarleg merki um skuggaefnisleka:

  • Versnandi verkir eða roði
  • Bjúgur
  • Minnkað blóðflæði í vefjum
  • Minnkuð skynjun
  • Blöðrur myndast

Þessar aukaverkanir geta komið fram allt að sólahring eftir skuggaefnisgjöf og því er mikilvægt að hvetja sjúkling til að láta vita til myndgreiningardeildar ef þessi einkenni koma fram.