Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

8.2 Leiðbeiningar fyrir TS rannsókn með skuggaefni

TS rannsóknir vegna neuroendocrine æxla:

  • Sjúklingur með staðfest feokromocytom eða paragangliom:
    • Gera á blokkeringu með alfa-blokkera eða öðrum viðurkenndum blokkerandi lyfjum fyrir tölvusneiðmyndarannsókn með joðskuggaefni þegar lífefnafræðilega hefur verið staðfest að sjúklingur sé með feokromocytom eða paragangliom.
       
  • Klínískur grunur um feokromocytom eða paragangliom:
    • Ekki á að gera TS rannsókn með joðskuggaefni né aðra rannsókn til að greina staðsetningu æxlisins fyrr en búið er að gera lífefnafræðilega greiningu á katekolaminum.
       
  • Uppvinnsla á einkennalausu incidentaloma í nýrnahettu:
    • Gera má TS rannsókn með joðskuggaefni án þess að fram hafi farið greining á katekolaminum. 
      • Undantekning er þó að taka afstöðu til hugsanlegrar meðferðar með glucocorticoidum hjá sjúklingum með viðkvæmni/ofnæmi fyrir joðskuggaefni.