Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

8.1 Bakgrunnur

Hypertensív krísa og joðskuggaefni:

  • Hypertensiv krísa er ef systóla er 180 eða hærra EÐA diastóla er 110 eða hærra.
     
  • Hypertensiv krísa er vel þekkt í sambandi við æðamyndatökur á feokromocytomum í nýrnahettum (bæði venografia og arterografia).
    • Reaktionin kemur nánast strax eftir inndælingu skuggaefnisins og er væntanlega tilkomin vegna þess að kateterinn lokar bláæðinni/slagæðinni tímabundið og að skuggaefninu sem síðan er dælt inn valdi trauma á tumornum.
       
  • Joðskuggaefni í æð (bláæð - intravenust) við tölvusneiðmyndarannsóknir hefur verið notað í meira en 30 ár. Aðeins eru til 2 skráð tilfelli af hypertensívum krísum við slíka notkun. Í báðum tilfellum voru aðrir þættir til staðar sem juku áhættuna.
     
  • Í rannsóknum á litlum sjúklingahópi einstaklinga með feokromocytoma eða paraganglioma þar sem rannsakað hefur verið útskilnaður eða losun á adrenergum boðefnum og áhrif þeirra á blóðþrýsting  hafa ekki fundist merki þess að joðskuggaefni geti orsakað hypertensiva krísu.
    • Sú aukning á adrenalíni eða noradrenalíni sem mælst hefur í blóði sjúklinga við TS rannsókn með joðskuggaefni hefur verið talin vera tímabundin og sennilegast orsökuð af streitu hjá sjúklingi við að fara í rannsóknina.
       
  • Glucocoricid geta valdið útstreymi katakólamina frá feokromocytoma/paraganglioma með einkennum mörgum tímum eftir rannsókn.
    • Taka þarf afstöðu til fyrirbyggjandi lyfjameðferðar ef fyrri saga er um ofnæmisviðbrögð við JKM hjá sjúklingi.
       
  • Greiningin á feokromocytoma/paraganglioma byggist á klínikk og lífefnafræðilegum rannsóknum á katekólaminum/metoxykatakolaminum i þvagi og/eða plasma. Strax að greiningu lokinni skal gefa sjúklingi fyrirbyggjandi meðferð með það í huga að minnka líkur á hypertensívri krísu meðan beðið er eftir að greina staðsetningu túmorsins eða beðið er eftir aðgerð.